Crazy Color litirnir eru frá Bretlandi og eru algjör bylting á íslenskum markaði í dag. Litirnir hafa verið framleiddir síðan 1977, þegar pönk-rokkið var við völd og hafa litirnir verið til æ síðan.
Hver flaska inniheldur klikkaðan lit og hægt er að fá 27 mismunandi litatóna.
Við vinkonurnar ákváðum að prófa eitthvað nýtt á dögunum og fengum okkur Crazy Color liti í hárið. Við kíktum í búð og völdum liti, lásum okkur til um aðferðina til að setja litinn í og skelltum okkur í þetta.
Hægt er að blanda Neutral í alla liti til að dempa þá sem er sniðugt ef maður vill fá nettan blæ á hárið. Við gerðum það við hárið á mér og settum í allt hárið frá rót til enda. Við nudduðum í allt hárið og settum Hot Purple og Neutral til helminga.
Í Ellen vinkonu mína settum við Ruby Rouge og Neutral til helminga og bárum bara í endana.
Þið getið séð hvernig þetta gekk hér í myndbandinu:
Við hjá Hún.is ásamt Bpro ætlum að gefa þremur heppnum lesendum æðisgengna pakka fyrir hárið þitt og einnar vinkonu. Í honum er:
- 2 Crazy Color litir að eigin vali
- Color Stay sjampó frá Label M – Ef þú ert rosa ánægð með litinn og vilt ekki að hann dofni
- Color Stay næringu frá Label M
- Deep Cleansing sjampó frá Label M – Til að nota fyrir litun og til að deyfa litinn hraðar
Ef þú vilt komast í pottinn þá taggarðu vinkonu þína hér fyrir neðan sem þú vilt taka með þér í þetta ævintýri og þið gætuð orðið heppnar!
Þess ber að geta að Crazy Color litirnir fást í Hagkaup í Kringlunni og Smáralind og við mælum með því að þið fylgist með á Facebook síðunni hjá Bpro en þar getið þið séð allt það nýjasta í hárvörum í dag.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.