Fletti ofan af áttræðum betlara á splunkunýjum bíl og brjálaðist

Myndbandið hér að neðan sýnir skelfilega atburðarás; eða þegar maður nokkur kemur auga á eldri konu sem betlar daglega á götum Oklahoma borgar og ber fyrir sig bágan hag. Konan er 78 ára gömul og er að eigin sögn ekkja, en stúlkan sem tók upp myndbandið hafði sjálf oftlega gefið konunni peninga meðan hún gekk fram hjá og hafði ætlað sér að taka ljósmyndir af bílnum til að eiga sem sönnunargagn þegar maðurinn kemur aðvífandi.

Myndbandið hefur þegar fengið yfir 3 milljónir flettinga á Facebook:

 

 


Komið er í ljós að konan, sem á og ekur um á 2013 árgerð af Fiat, hefur lengi haft þá iðju að betla peninga af vegfarendum víðsvegar um Oklahoma og er saga hennar síður en svo einsdæmi, en samkvæmt tölfræði sem  samtök heimilislausra í Bandaríkjunum eru einungis um 20% þeirra sem betla á götum úti heimilislausir í raun.

Dan Straughan, forstöðumaður samtakanna lét hafa þetta eftir sér fyrir stuttu:

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem betla peninga á götum úti, gera svo til að fjármagna óheilbrigðar lífsvenjur á borð við áfengiskaup og fjármögnun fíkniefna.

 

SHARE