Brjálaður köttur fæst gefins: „Hann er góður, í alvöru!” – Myndband

„Ef þú átt óþekk börn, þá skaltu endilega leyfa þeim að leika við köttinn, hann verður alveg ferlega óþekkur þegar hann horfir á þáttinn Kettir frá Helvíti” segir örvæntingarfull konan sem á myndbandinu sem á að höfða til dýravina, reynir að gefa burtu heimiliskött og segir hún að kattasandur, pissufata og leikföng fylgi með.

Algerlega er á huldu hvort myndbandið er leikið eða raunverulegt, en þetta er eitt fyndnasta og örvæntingarfyllsta kattamyndband sem borið hefur fyrir augu ritstjórnar og er þá mikið sagt!

Takk, Internet! 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”PKfju0uNXF0″]

SHARE