Sumarið felur í sér svo fögur loforð. Fáklæddar stúlkur, fjöruga menn og litskrúðugar nætur. Ekki satt? Er sumarið ekki annars tíminn til að sýna “allt” og draga “ekkert undan”?
Það má halda ef marka má nýjasta afsprengi uppátækjasamasta tískuhönnuða heims – Black Milk Clothing – sem setti á markað fyrir sumarið 2014 afar undarlega sundboli sem sýna allt. Í bókstaflegri merkingu. Iður. Innyfli. Þarma. Lungu. Að ógleymdum öðrum mikilvægum líffærum.
Og það sem meira er, hönnunin sem fellur undir “Limited Edition” er að mestu uppseld. Smáþarmar, lifur og nakin lungu, kæru konur, verða ofarlega á pallborðinu nú í sumar ef marka má vinsældir eins ógeðfelldasta sundbols sem sjá má hér að neðan.
Myndir þú klæðast þessari sundflík og vaða gapsrandi í laugarnar í sumar?
Ef svarið er já: Smelltu þá HÉR og gríptu eintak strax; innyflabolurinn er að seljast upp!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.