Ég fæ einhvern undarlegan sæluhroll við að skoða þessar myndir. Þó svo ég hafi aldrei upplifað brjóstagjöf af neinu viti sjálf. Sem vissulega fylgir ákveðin eftirsjá sem erfitt er að hrista af sér. Ég fylltist meira að segja löngun í fleiri börn í eitt augnablik, svona rétt á meðan ég rúllaði yfir myndasafnið í sjötta sinn. En svo tók ég puttana út úr eyrunum og heyrði hljómfagurt röflið í mínu eigin afkvæmi.
Mig langar ekkert í fleiri. Og ætla aldrei að skoða þessar myndir aftur.
Myndir: Best for Babies Foundation
Tengdar greinar:
Að vera með barn á brjósti eða ekki? – Ný heimildarmynd
Alheims brjóstagjafarvikan er hafin – Ein besta næring sem ungbörn geta fengið
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.