Það muna örugglega margar konur eftir því þegar þær fengu sinn fyrsta brjóstahaldara og hvernig tilfinningin var að klæðast svoleiðis „spennitreyju“ í fyrsta skipti. Auðvitað mælum við með því að konur séu vissar um að brjóstahaldarinn sé í réttri stærð til þess að hann sé sem þægilegastur, en það er hægt að láta mæla brjóstastærð sína hjá hinum ýmsu nærfataverslunum.
Þessar stjörnur eru ekki mjög hrifnar af því að klæðast brjóstahaldara og eru í flestum tilfellum ekki klæddar brjóstahaldara þegar þær koma fram í fjölmiðlum.