Brjóstið á Kate Moss fær nýjan tilgang

Ofurmódelið Kate Moss fagnaði 25 ára starfsafmælinu sínu síðastliðinn miðvikudag með litlu teiti á veitingastaðnum 23 í London.

Gestirnir fengu þann heiður að drekka kampavín úr glösum sem voru mótuð eftir vinstra brjósti fyrirsætunnar og voru hönnuð af bresku listakonunni Jane McAdams. Hugmyndin að glösunum fór af stað í byrjun ágúst á þessu ári og voru hönnuð með innblæstri frá Marie Antoinette en sögur segja að fyrsti kampavínsglasa kúppullinn eða „coupe“ hafi verið mótað eftir vinstra brjósti Marie.

Kate þótti það því mikill heiður að fá glas mótað eftir brjóstinu sínu líkt og Marie Antoinette er sögð hafa fengið gert.

Champagne is always associated with celebration and happy occations, and I had fun creating this beutiful coupe.

Almenningur getur nú mætt á veitingastaðinn 34 í London eða einhvern af systur veitingastöðum þessa staðs og fengið að drekka úr kampavínsglasi mótað af brjósti Kate Moss.

katemoss-copy

 

 

SHARE