Brooklyn Beckham á leiðinni til Hollywood?

Fregnir herma að Brooklyn Beckham, sonur Victoriu og David Beckham, ætli sér að verða frægari en foreldrar sínir. Hinn 16 ára gamli Brooklyn skrifaði nýlega undir samning við stóra fyrirsætuskrifstofu og samkvæmt heimildarmanni Daily Mail rennir hann nú hýru auga til Hollywood.

Sjá einnig: Sonur David Beckham vinnur á kaffihúsi í London

2B0B33FE00000578-3183023-image-m-26_1438530568013

Brooklyn ætlaði sér að verða fótboltastjarna eins og pabbi sinn en er sagður hafa hætt við öll slík plön snemma á þessu ári. Heimildarmaður Daily Mail segir:

Brooklyn á mikla möguleika í þessum bransa. Hann myndast vel og er nægilega myndlegur til þess að vinna fyrir stærstu merkin í tískuheiminum. Eins hefur hann verið hvattur til þess að íhuga feril í Hollywood – það eina sem hann á eftir að gera er að ráða sér umboðsmann.

SHARE