
Allt í lagi. Ég er orðin gömul. Hundgömul. Ég man mjög vel eftir þeim degi sem Brooklyn Beckham kom í heiminn. Enda hef ég fylgst gaumgæfilega með fjölskyldunni í gegnum tíðina. Mögulega of gaumgæfilega. Ef að það er hægt.
Brooklyn Beckham fagnar 16 ára afmælisdegi sínum í dag, 4.mars. Foreldrar hans hafa bæði birt myndir á Instagram þar sem þau óska honum til hamingju. Brooklyn birti sjálfur mynd af skópari sem Kanye West sendi honum í tilefni dagsins.
14 mánaða á fótboltavellinum í fylgd með (fjallmyndarlegum) föður sínum.
Nýleg mynd af feðgunum.
Að ógleymdri gjöfinni frá Kanye – Yeezy-skór, að sjálfsögðu.
Tengdar greinar:
Brooklyn Beckham (15) undirritar samning við Arsenal
Fótboltakappinn David Beckham er enn sjóðheitur
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.