Brooklyn Beckham skammast sín fyrir David Beckham

Þó að pabbi þinn sé heimsfrægur fótboltamaður þá er ekki þar með sagt að þú skammist þín ekki stundum fyrir hann.

16 ára gamall sonur David Beckhams, Brooklyn Beckham, viðurkennir allavega að hann skammist sín stundum fyrir pabba sinn.

Á föstudaginn varð mamma hans sem er enginn önnur en Victoria Beckham 41 árs og til þess að fagna því tók Brooklyn upp smá kveðju fyrir hana. Þegar hann var að taka upp vildi svo til að David og Victoria á leiðinni út en David kallar í miðju myndbandi að þau séu að fara. Þegar Brooklyn fór síðan að tala um það að hann væri kominn með 1 milljón fylgjenda á Instagram hoppaði pabbi hans inn í myndbandið og sagði: „ég er kominn með 52!“

Brooklyn birti þó myndbandið en velti á sama tíma fyrir sér hvort að faðir hans væri svalari en hann.

 

 

SHARE