Kardashian-fjölskyldan er sennilega ein frægasta fjölskylda í heimi og er öll öryggisgæsla í kringum þau alveg gífurleg. Engu að síður tókst ungum karlmanni að komast alla leið inn á heimili Kris Jenner á dögunum, þar sem Kim Kardashian var stödd með nýfæddan son sinn. Maðurinn komst framhjá öryggisvörðum Jenner undir því yfirskini að hann hefði verið ráðinn til þess að skreyta jólatré. Hann valsaði síðan inn á skrifstofu Kris, þar sem hann ávarpaði hana og áttaði hún sig strax á að ekki var allt með felldu. Hringt var á lögregluna í snarhasti sem kom og handtók manninn.
Sjá einnig: Sprenghlægilegt myndband af Kris Jenner þegar hún var þrítug
Jólatréð heima hjá Kris Jenner.
Svo virðist sem maðurinn hafi ferðast með rútu alla leið frá Texas til þess að ná tali af Kris. Hvað hann vildi henni nákvæmlega fylgir ekki sögunni.