Bruce Jenner: Brot úr nýjum þætti um kynleiðréttingarferlið

Heimsbyggðin hefur fylgst náið með raunveruleikastjörnunni og Ólympíugullverðlaunahafanum Bruce Jenner síðustu vikur.

Í lok apríl tjáði hinn 65 ára gamli Bruce sig í fyrsta skipti um það að hann væri kona. Bruce hefur ákveðið að gera raunveruleikaþætti um líf sitt og kynleiðréttingarferlið en sjónvarpsstöðin E! mun einnig sýna tveggja þátta seríu um það hvernig fjölskylda hans tók fréttunum.

Sjá einnig: „Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

Þættirnir verða sýndir sunnudaginn 17. maí og mánudaginn 18. maí og bera þeir nafnið Keeping Up With The Kardashian: Bruce Jenner.

Í nýju sýnishorni úr þáttunum ræðir Bruce við dætur sínar Kim, Khloe, Kourtney, Kendall og Kylie um kynleiðréttinguna.

Sjá einnig: Bruce Jenner myndaður í kjól fyrir utan heimili sitt

Sjá einnig: Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

Bruce-Khloe-Kendall-467

SHARE