Orðrómur þess efnis að ólympíufarinn Bruce Jenner ætli sér að gangast undir kynleiðréttingu hefur verið á kreiki í þó nokkurn tíma. Bruce hefur hins vegar aldrei tjáð sig opinberlega um málið og leyft hvers kyns sögusögnum að hafa sinn gang.
Sjá einnig: Bruce Jenner kominn með brjóst
Nú hefur Bruce loks stigið fram og sagt sína hlið. En Diane Sawyer tók nýlega tveggja tíma einkaviðtal við ólympíukappann, sem fer í loftið á sjónvarpsstöðinni ABC þann 24. apríl næstkomandi. Beðið er eftir útsendingunni með mikilli eftirvæntingu, sérstaklega eftir að brot úr viðtalinu var sýnt. En þar segir Bruce:
Ég hef verið að undirbúa mig undir þetta allt mitt líf
Brotið má sjá hér:
Sjá einnig: People: það er staðfest, Bruce Jenner verður brátt kona