Bruce Jenner vill breyta nafni sínu í Bridget

Eins og við sögðum ykkur frá um daginn eru allar líkur á því að Bruce Jenner, stjúpfaðir Kardashian-systranna, sé að fara í kynleiðréttingu. Bruce hefur leitað ráðlegginga hjá góðum vini sínum, Renee Richards, en hann er talsmaður fyrir réttindum fólks sem hefur farið í kynleiðréttingu. Bruce er einnig búinn að velja sér nafnið Bridget, sem hann vill nota þegar hann er búinn í aðgerðinni, ef hann lætur af henni verða.

Bruce, sem er 64, fór fyrir skemmstu í aðgerð til þess að minnka á sér Adamseplið/barkakýlið en það er yfirleitt fyrsta skrefið í kynleiðréttingaferlinu.

SHARE