Brúðkaupsævintýri í Garðheimum – Rómantíkin er við völd – Myndir

Brúðkaups og blómasýning Garðheima er í fullum gangi núna og ég ákvað að kíkja í Mjóddina og sjá hvernig þetta fór fram hjá þeim.

2014-03-15 12.52.00

Sýningin er vægast sagt glæsileg og á móti manni tóku skreyttar glæsikerrur frá Heklu og síðan, þegar inn var komið voru uppdekkuð borð með allskyns þemum sem voru algjör augnakonfekt. Söngvararnir Jógvan Hansen og Þór Breiðfjörð sungu eins og englar, rómantíska smelli og andrúmsloftið var hátíðlegt.

2014-03-15 13.01.42

Það voru fjölmargir sem tóku þátt í sýningunni og það var greinilega vandað til verks. Íslensk blóm voru í aðalhlutverki í skreytingunum og þemun voru: Íslenskt sveitabrúðkaup með allskonar blómum og þykkblöðungum, túlípanabrúðkaup, rósabrúðkaup, liljubrúðkaup og gerberubrúðkaup. Fullt af hugmyndum af brúðkaupsskreytingum og brúðarvöndum í hverju þema.

Ljósmyndastofan Stúdíó Douglas kynnti fallegar myndir af brúðkaupum og Hár og dekur sýndi nýjustu tískustrauma í brúðarhárgreiðslum og förðun. Kampavín og léttvín var kynnt af Globus, sem og skemmtilegur hátíðargosdrykkur frá Heilsu.

Borð fyrir tvo sá um að dekka borðin með glæsilegum matarstellum og girnilegar brúðartertur voru til sýnis frá Okkar Bakarí og Kokkarnir voru að kynna sínar veitingar.

Tvö Hjörtu brúðarkjólaleiga stóð svo fyrir glæsilegri brúðarkjólatískusýningu.

Góðu fréttirnar, fyrir ykkur sem eruð að fara að ganga í það heilaga á næstunni, eða hafið gaman að svona ævintýralegum uppákomum, þá verður opið á sýningunni á sunnudaginn 16. mars líka, frá kl 13-17.

Ekki láta þetta framhjá ykkur fara.

Smellið á myndirnar til að stækka og fletta.

 

 

SHARE