Kardashian-klanið notar allar, og þá meina ég allar, aðferðir í bókinni til að vekja athygli á sér. Nýjasta ævintýrið úr herbúðum fjölskyldunnar er brúðkaupsbardagi sem kalla mætti brúðkaupsbardaga aldarinnar svona í ljósi þess að frekar lítið er um brúkaupsbardaga í heiminum þessi misserin.
Sjá einnig: Blac Chyna og Rob Kardasian eiga von á barni
Bardaginn er á milli hinnar 18 ára gömlu þokkadísar Kylie Jenner, einnar af Kardashian-systrunum, sem ætlar að ganga í það heilaga með kærasta sínum Tyga og smástirnisins Blac Chyna sem ætlar galvösk upp að altarinu með Rob Kardashian, eina Kardashian-bróðurnum. Kylie ætlar sér að halda flottara brúðkaup en fröken Chyna og er byrjuð að njósna um undirbúninginn hjá Chyna.
Sjá einnig: Kylie Jenner: Hundleiðinleg við unga aðdáendur
Til að flækja málin enn frekar er Blac Chyna barnsmóðir blessaðs Tyga og þau víst í þokkalegu sambandi. Sem gerir það að verkum að allt sem Kylie Jenner veit, veit Blac Chyna. Spennið beltin því þessi brúðkaupsbardagi er enn í fyrstu lotu.
Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.