Myndbandið hér að neðan líkist einhvers konar DIY martröð – eða fáránlegri öpun á TRASH THE DRESS vitleysunni sem ófáum þykir svo ægilega listræn og smart leið til að gefa skít í brúðkaup sem aldrei var haldið. Yfirleitt út af svikum brúðguma. En þó ljósmyndaþættir sem sýna rómantískar og sjálfstæðar konur í fullum skrúða undir yfirborði vatns er veruleikinn yfirleitt annar.
Reyndar getur verið lífshættulegt að stökkva í fullum brúðarklæðum út í vatn. Því fékk kona að nafni Amy að kenna á þegar hún hoppaði af snekkju og beint út í sjó, en hún flæktist í níðþungum kjólnum undir yfirborði sjávar og þurftu fimm fílelfdir karlmenn að stökkva út í sjóinn til að forða stúlkunni frá drukknun.
Sjá einnig: Dauðadrukkin brúður slær í gegn við skyndibitalúgu
Amy var lánsöm, hún lifði atvikið af en annað verður sagt um ónefnda konu sem stökk í sjóinn í sömu erindagjörðum, öskureið í brúðarkjól sem hún ætlaði sér að ganga í upp að altarinu – en konan sú, sem var frá Montreal – drukknaði í kjólnum.
Hrikalegt atvik og þörf áminning!
https://youtu.be/kdS4dGopCDc
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.