Brulée bláberja ostakaka

Þessi dýrindis eftirréttur er frá matarbloggi Önnu Bjarkar. Svakalega gott!

Brulée bláberja ostakaka

150 gr. bláber (áttu ekki í frystinum frá því í haust?)
50 gr. sykur
Kanill á hnífsoddi
Safi og börkur af 1/2 sítrónu
1 tsk. Mais mjöl og 1 tsk. vatn blandað saman
200 gr léttur rjómaostur
150 gr. grísk jógúrt
1 tsk. vanilludropar
4 hafrakexkökur
4 msk. hrásykur
Bláberin eru sett í pott með 1 msk. af sykrinum, kanil og sítrónusafanum, soðið með loki á í 5 mín. þangað til berin eru djúsí og flott. Þá er maismjöls- og vatnsblöndunni hrært útí og hrært í á meðan mallar og þykknar. Skiptu berjunum á milli 4 lítilla hitaþolinna skála og láttu kólna.

Síðan hrærirðu saman rjómaost, jógúrt, vanillu, börkinn og restina af sykrinum. Kexið er mulið í skálarnar ofaná berin svo er ostablandan sett þar ofaná. Að lokum er 1 msk. af hrásykri jafnað yfir ostablönduna, og aðeins vætt í honum með vatni (helst úr spreybrúsa) til að mýkja hann upp.

Grillið er hitað á fullt og skálarnar settar undir grilli þangað til sykurinn er bráðinn og stökkur. Ef þú átt logsuðutæki (til eldhúsnota) þá brennirðu sykurinn með því. Svo eru skálarnar látnar kólna í ísskáp í 30 mín. eða þú getur gert þetta fyrr um daginn og átt tilbúið í kælinum.
Verði þér að góðu 🙂

Endilega smellið like-i á Facebook síðu Önnu Bjarkar 

 

SHARE