Brulée bláberja ostakaka
Síðan hrærirðu saman rjómaost, jógúrt, vanillu, börkinn og restina af sykrinum. Kexið er mulið í skálarnar ofaná berin svo er ostablandan sett þar ofaná. Að lokum er 1 msk. af hrásykri jafnað yfir ostablönduna, og aðeins vætt í honum með vatni (helst úr spreybrúsa) til að mýkja hann upp.
Grillið er hitað á fullt og skálarnar settar undir grilli þangað til sykurinn er bráðinn og stökkur. Ef þú átt logsuðutæki (til eldhúsnota) þá brennirðu sykurinn með því. Svo eru skálarnar látnar kólna í ísskáp í 30 mín. eða þú getur gert þetta fyrr um daginn og átt tilbúið í kælinum.
Verði þér að góðu 🙂
Endilega smellið like-i á Facebook síðu Önnu Bjarkar
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.