Brunasár – hvað á að gera?

Þegar talað er um brunasár dettur flestum í hug meiðsli á húðinni eftir eld eða hita. Brunasár geta einnig hlotist af rafmagni, geislun eða ertandi efnum. Greint er á milli:

  • 1. Fyrsta stigs bruna. Húðin er rauð og sár (svipað og sólbruni).
  • 2. Annars stigs bruna. Sárin eru dýpri, blöðrur myndast.
  • 3. Þriðju gráðu bruna. Vefurinn er dauður í öllum lögum húðarinnar, yfirleitt þörf fyrir húðígræðslu.

Tafarlaus meðferð miðast við að takmarka umfang skaðans og að koma í veg fyrir að bruninn verði alvarlegri.

Hvernig á að draga úr skaðanum?

Mikið ef vatni er bráðnauðsynlegt!
  • Nauðsynlegt er að kæla brennda svæðið. Skolaðu það því með köldu rennandi kranavatni eins fljótt og auðið er, en ekki svo köldu að það sé óþægilegt.
  • Skolaðu að minnsta kosti í klukkustund, eða þangað til það er ekki lengur sárt þegar þú hættir að skola. Ekki er þó ástæða til að kæla lengur en í 4 klukkustundir.
  • Fyrstu gráðu bruni, til dæmis sólbruni, þarfnast ekki meðferðar.
  • Brunasár sem þarfnast meðferðar:
  • Sár sem eru stærri en lófi.
  • Brunasár í andliti, á höndum og í klofi.
  • Allur þriðja stigs bruni.
  • Flestur annars stigs bruni.

Sjá einnig: Í hvað getur þú notað Aloe Vera?

Gættu þess að vera á varðbergi gagnvart því að erfitt getur verið að greina milli annars og þriðja stigs bruna.

  • Á leiðinni til læknisins á að leitast við að kæla brunasár með vatni eins mikið og hægt er með vatni, eða nota rennandi blaut og hrein handklæði.
  • Ekki sprengja blöðrurnar.
  • Ekki nota brunaáburð né önnur gömul húsráð, vatn er það eina rétta.
  • Mundu eftir að fá stífkrampasprautu!
  • Eru aukaverkanir vegna brunasára?
  • Þegar húðin brennur hættir hún að veita vörn gegn umhverfinu, svo að mikil hætta er á sýkingu. Því er mikilvægt að lauga brunasárin vandlega innan 6 klukkustunda og að halda sárunum hreinum meðan þau eru að gróa.

Ef grunur er á sýkingu, þ.e. ef vart verður við aukinn roða, bólgu og sáran slátt eftir nokkra daga, skal leita til læknis!

  • Eftir alvarlegan bruna myndast ör.
  • Ef bruninn er mjög mikill og alvarlegur, verður vökvatap líkamans mikið. Það veldur truflunum í æðakerfi og saltjafnvægið raskast. Þegar svo háttar til þarf sjúklingurinn að gangast undir krefjandi læknismeðferð á sérhæfðri brunadeild.
  • Góð ráð
  • Haltu smábörnum í hæfilegri fjarlægð þegar þú steikir, sýður eða grillar.
  • Helltu aldrei eldfimum vökva á logandi grill. Loginn er hættulegri en þú heldur.
  • Olíubruna í potti má aldrei reyna að slökkva með vatni. Þá verður sprenging. Kæfðu eldinn (t.d. með pottloki), og taktu pottinn af heitri hellunni.

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

 

 

SHARE