Bryndís Gyða tók viðtal við Snooki – lestu það hér

Snooki þekkja allir sem hafa fylgst með Jersey Shore. Við munum eftir henni úr þáttunum sem trylltum djammara sem lét fátt stoppa sig í að fá sér drykk. Snooki hefur öðlast heimsfrægð og í dag hefur hún meðal annars kynnt sína eigin línu af snyrtivörum og heyrnatólum, en það er einmitt það sem hún var að kynna á CES ráðstefnunni í Vegas þegar ég hitti á hana og spurði hana  nokkurra laufléttra spurninga. Snooki var jafnvel minni en ég hélt en hún náði mér rétt upp að bringu, í hælum! 

Það kom mér einnig á óvart hvað hún var róleg, ég bjóst við allt öðru viðmóti, hún hefur greinilega róast mikið stelpan.

Snooki hefur grennst mikið síðan í fyrstu seríum af Jersey Shore, þegar ég spurði hana hvernig hún fór að því svaraði hún mér brosandi:
“Ég fer í ræktina með einkaþjálfaranum mínum 4 sinnum í viku, tvisvar á dag!”


Snooki eignaðist soninn Lorenzo á síðasta ári og hefur verið dugleg að birta fallegar myndir af sér og syninum. Mig langaði að vita hvernig hún færi að því að sameina vinnuna og móðurhlutverkið, þar sem vinna hennar er heldur óvenjuleg.

“ég reyni að eyða eins miklum tíma með syni mínum  og ég get. Hann er líf mitt í dag. Við erum dugleg að skiptast á ég og kærasti minn og það munar miklu að vera tvö í þessu. Það er erfitt að vera í burtu frá Lorenzo þegar ég þarf að vinna en ég hringi alltaf í feðgana og fæ að heyra í þeim hljóðið.”
Segir Snooki

Er gifting á döfinni?

“Vonandi! ég er búin að vera að bíða eftir að Jionni biðji mín allt síðasta ár, vonandi rankar hann við sér 2013” sagði hún hlæjandi.

Hefur þú fundið fyrir fordómum eftir að þú varðst móðir?

“Já, ég má ekki fara út eða skemmta mér án þess að fólk dæmi mig og spyrji mig hvort ég eigi ekki barn, má maður ekki fara út af og til þó maður eigi barn?”

Ég get alveg tekið undir þetta með henni, en þetta var síðasta spurningin sem ég fékk svar við. Snooki var að fara og ætlaði líklega að hringja í kærastann og fá að heyra í syninum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here