Brynjaði sig með „karlmannlegri orku“ til að forðast misnotkun

Jessica Alba (41) segist hafa brynjað sig með „karlmannlegri orku“ til að forðast að verða fyrir einhverskonar kynferðislegri misnotkun og/eða áreiti í Hollywood. Jessica lék fyrst í myndinn Camp Nowhere þegar hún var aðeins 13 ára gömul og hefur síðan leikið í myndum eins og Fantastic Four, Dark Angel og Honey. Um tíma var hún þekkt sem ákveðið kyntákn og hún segir í dag að henni hafi fundist hún vera hlutgerð á þessum tíma.

Jessica kom fram í „Who’s Talking to Chris Wallace“ og þar segir hún að hún hafi alveg vitað að hún væri að „selja“ vöru: „Ætli ég hafi ekki alltaf skilið að ég þyrfti hjálp við að „selja vöruna“ og ég gerði mér grein fyrir að þetta var, fyrir þeim, viðskiptaákvörðun og ákveðin stefna, svo ég gat haldið smá fjarlægð við það.“

Jessica sagði líka að auðvitað væri ekkert að því að vera kynvera, þá hafi hún aldrei verið „þannig týpa“. Hún segir líka að hún hafi meðvitað gefið frá sér „karlmannlega orku“ svo hún yrði síður fyrir kynferðislegu áreiti og/eða misnotkun að hálfu þeirra sem stunduðu það að misnota sér aðstöðu 12-26 ára stúlkna í Hollywood.

„Það var ekki fyrr en ég varð mamma sem ég fór að sjá sjálfa mig sem konu eða kynveru og sem manneskju sem réði sér sjálf og kvenleika sínum,“ sagði Jessica. Hún segir að hún „brynjan“ sem hún setti upp hafi komið fram í því að hún blótaði mikið og gert sig „óaðgengilega“ fyrir þessa ákveðnu aðila í Hollywood.

Í dag er Jessica gift kvikmyndaframleiðandanum Cash Warren (44) og eiga þau saman 3 börn, dæturnar Honor og Haven og soninn Hayes.


Sjá einnig:

SHARE