Þeir sem fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu hafa eflaust myndað sér skoðun á sérstökum auðlegðarskatti sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom á. Skatturinn var settur á tímabundið til fjögurra ára og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur staðfest það að núverandi ríkisstjórn muni ekki framlengja álagningu auðlegðarskatts. Bjarni sagði skattinn hugsanlega ganga gegn ákvæðum stjórnarskráarinnar.
Brynjar Níelsson þingmaður tjáir sig um málið í dag á Facebook síðu sinni, hann skrifar eftirfarandi ummæli:
Jóhanna og Steingrímur lögðu á auðlegðarskatt þótt flesti önnur lönd evrópu væru búin að afleggja slíka skattlagningu. Er hann lagður á heildareignir viðkomandi og ekkert undanskilið nema lífeyrissjóðsinneignir. Þau skötuhjúin eiga hvor um sig sennilega vel á annað hundruð milljónir í slíkri eign.
Svo er það orðið ógurleg spilling hjá núverandi ríkisstjórn að framlengja ekki gildistíma þessa tímabundna skatts þar sem tveir ráðherrar muni losna við skattgreiðslur. Er ekki eitthvað bogið við þessa spillingarumræðu?
Hann spyr einnig hvort að fólki finnist slíkur skattur eðlilegur og réttlátur. Hvaða skoðun hefur þú á þessu máli lesandi góður?