Slúðurvefurinn RadarOnline segir að Gwyneth Paltrow og Chris Martin búi undir sama þaki þrátt fyrir að vera skilin. Þau hafa fyrirkomulag á skilnaði sínum sem þau kalla meðvitaðan aðskilnað. Chris er með lykil af húsinu þeirra, sitt eigið herbergi og hann kemur og fer eins og hann vill. En þau eiga saman tvö börn 12 og 10 ára.
Sjá einnig: Gwyneth Paltrow fer í fríið með kærastanum
Gwyneth er komin með nýjan kærasta, Brad Falchuk, en þau vilja ekki hætta að hafa þetta fyrirkomulag. „Nærvera Chris á heimilinu er mjög mikilvæg í þessu fyrirkomulagi,“ segir heimildarmaður RadarOnline.
Það er ein mikilvæg regla, Chris verður að senda smáskilaboð til Gwyneth, áður en hann kemur heim, svo hann lendi ekki í vandræðalegum uppákomum.