Ég rakst á nýtt nammi út í búð um daginn sem átti að vera hollara en annað nammi.. eins og svo margt annað, eftir að hafa skoðað þetta þá kaupi ég það alveg að þetta fari betur í mann heldur en venjulegt hlaup þar sem það er eingöngu búið til úr ávöxtum og inniheldur ekki viðbætt efni.
Því leitaði ég frekari upplýsinga og fékk smá “söluræðu” en líka upplýsingar frá söluaðila Buddy Fruits á Íslandi:
Buddy Fruits er ný viðbót, löguð að kynslóð sem er alltaf á ferðinni og fyrir þá sem vilja hollari og heilbrigðari matarvenjur. Markmið Buddy Fruits er að einfalda daglegt líf, hjálpa fólki að borða fleiri ávexti og stuðla að heilbrigðara líferni. Vörurnar eru tilvalnar í ferðalagið, í nestisboxið eða í íþróttirnar. Ef þú ert nammigrís en langar að halda sykri í lágmarki er Buddy Fruits tilvalið nammi að narta í. Buddy Fruits er eins og hlaup nema mun hollara en þetta venjulega hlaup sem við erum vön að hakka í okkur.
Sniðugt fyrir krakkana
Börnunum okkar finnst flestum gaman að fá sætindi af og til og flestir hafa þá hefð að gefa þeim nammi á laugardögum. Eins og við vitum öll er nammi ekki hollt fyrir neinn, en þetta nýja hlaup, Buddy fruits er aðeins gert úr ávöxtum og því tilvalið til að leyfa krökkunum að narta í og við foreldrarnir fáum minna samviskubit.
Kostir Buddy fruits:
· Engin rotvarnarefni
· Engin litarefni
· Engar erfðafræðilegar breytingar
· Aðeins 95 kaloríur
· Aðeins ávextir og ekkert annað!
· Engin gervi bragðefni
· Engar mjólkurafurðir
· Engin gerviefni
Meira má sjá um Buddy Fruits hérna.