Þetta er ótrúlega skemmtilegt og krökkunum finnst þetta ótrúlega skemmtilegt!
Það sem þú þarft, fyrir utan snjó er:
- 2-4 matskeiðar sykur
- 1/3 bolli rjómi eða mjólk
- salt
- vanilludropar
Blandaðu öllum þessum efnum saman og þegar þú ferð og sækir snjóinn skaltu geyma skálina inni í ísskáp.
Náðu í 6-8 bolla af nýföllnum snjó.
ATH: þetta þarf allt að gerast mjög hratt og þú verður að fara beint með snjóinn inn og hræra blöndunni saman við.
Þú getur svo skreytt ísinn með skrautsykri og sumir bæta jafnvel íssósu yfir.
Heimildir: bloomingonbainbridge.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.