Saga Burt’s Bees hófst fyrir 25 árum þegar býflugnabóndinn Burt Shavitz hitti listamanninn Roxanne Quimby þegar hún var að húkka sér far í Main í Bandaríkjunum. Roxanne varð innblásinn af sögum Burt´s um býflugnarækt og eiginleika bývaxins að úr varð að hún varð eftir hjá Burt og hófu þau framleiðslu á kertum úr bývaxi og var það byrjunin á vörumerki sem í dag er leiðandi í framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum. Full af áhuga og sannfæringu um gæði, kraft og einstaka eiginleika afurða býflugnanna hófu Burt og Roxanne framleiðslu á snyrtivörum úr náttúrulegum innihaldsefnum.
Frá framleiðslu fyrsta varasalvans til marg verðlaunaðra snyrtivara býður Burt´s Bees í dag uppá fjölbreytta snyrtivörulínu sem ekki aðeins veitir frábæra líðan heldur er húð- og umhverfisvæn.
Sérstaða Burt´s Bees snyrtivaranna felst í því að öll vörulínan er unnin úr afurðum býflugnanna, 98% vörulínunnar er náttúruleg og framleiðslan er umhverfisvæn.
Burt´s Bees vörurnar innihalda ekki sílíkon, paraben, þalöt eða tilbúin litarefni.
Í haust eru Classics vörurnar áberandi. Classics vörurnar eru sígildar vörur frá Burt´s Bees sem hafa enst í gegnum árin og eru alltaf jafn vinsælar.
Fótaáburður, einstaklega góður og rakagefandi fyrir þreytta fætur, handasalvi fyrir naglaböndin, handáburður með möndlulykt og 100 % náttúrulegur varasalvi, sem mætti þessvegna borða.
Burt´s Bees er einnig með línu fyrir viðkvæma húð, þroskaða húð og börn.
Á facebooksíðu Burt´s bees hér má sjá upplýsingar um sölustaði og aðrar upplýsingar um vörurnar.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.