Búngaló er sérstaklega hönnuð vefsíða fyrir útleigu á sumarhúsum á hinum ýmsu stöðum hérlendis og erlendis og hefur verið starfandi frá því árið 2010. Vefsíðan er hugsuð sem milliliður milli eigenda sumarhúsa og hugsanlegra leigjenda og er alveg einstaklega þægileg og einföld leið til að leigja sér bústað. Það kannast allir við að vera að reyna að redda sér bústað en það virðast allir bústaðir vera uppteknir hjá stéttarfélögunum og svo þarf að fara að hringja út um allt og ekkert gengur.
Það var einmitt það sem fékk Hauk Guðjónsson út í það að stofna þessa síðu. „Í dag erum við með í kringum 500 sumarhús út um allt land á skrá og erum alltaf að fá fleiri því eftirspurnin eykst stöðugt” segir Haukur í spjalli við Hún.is. „Þarna gefst fólki tækifæri á að leigja sumarhús beint af íslenskum fjölskyldum og á sama tíma að leigja sér persónulegan sumarbústað.“
Búngaló er með mikið úrval bústaða um land allt eins og segir hér að ofan. Bústaðarnir eru af öllum stærðum og gerðum og hægt er að leigja bústað sem hentar hverjum og einum.
Leitarvélin hjálpar manni að finna bústaði sem eru með heitum potti og einnig þá bústaði sem leyfa dýrahald, ef þess er óskað.
Starfsmenn Búngaló eru boðnir og búnir til að aðstoða við leitina að hinum fullkomna bústaði fyrir þig og þína.
Smelltu hér til að skoða síðuna betur og jafnvel leigja þér bústað.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.