Byrjaði að hiksta í þynnku – Hefur hikstað í 14 mánuði

Hinn írski Daniel Clavin hefur hikstað núna í 14 mánuði. Hann vaknaði með hiksta daginn eftir partý þar sem hann neytti áfengis og hefur ekki stoppað síðan og hikstar á um 7 sekúndna fresti.

Þetta vandamál er það slæmt að hann sefur stundum ekkert á nóttunni og þarf stundum að sofa í öðru herbergi svo að kona hans geti sofið.

Daniel segist vera búinn að prófa nánast allt til þess að laga þetta. Hann hefur breytt um mataræði, farið til kírópraktors og farið til allskyns sérfræðinga en ekkert virðist hjálpa.

„Þetta hefur yfirtekið líf mitt og ég veit ekkert af hverju þetta byrjaði,“ segir Daniel og bætir við að þetta sé verra suma daga en aðra. „Stundum stoppar þetta alveg en stundum verða hikstarnir svo slæmir að ég fell í yfirlið eða kasta upp matnum.“

Um þessar mundir er Daniel, sem er 2 barna faðir, að bíða eftir niðurstöðum í heilaskanna sem mun skera úr um það hvort að hikstarnir séu vegna heilaæxlis.

SHARE