Síðastliðinn laugardag fór Alexandra Marý Hauksdóttir ásamt vinkonum sínum í partí og síðan á skemmtistaði í Keflavík. Á einum þeirra var henni byrlað svefnlyfið Ketamín.
Hér er frásögn Alexöndru af atvikinu:
Síðasta laugardag var ég að skemmta mér með vinkonum mínum. Við byrjuðum kvöldið heima hjá einni vinkonu minni og þaðan fórum við yfir í tvítugs afmæli hérna í heimabænum mínum Grindavík. Við allar vorum orðnar hressar og skemmtum okkur vel saman. Eftir afmælið fórum við í Keflavík, það sem ég man eftir þessari Keflavíkurferð var það að við fórum inn á skemmtistað og þaðan beint yfir á annan skemmtistað þar sem ég og ein vinkona mín fengum okkur drykk. Eftir þennan drykk man ég ekkert, ég er ekki að ýkja. Ég man ekkert!
Það kom í ljós í lyfjatesti að mér hafi verið byrlað lyfinu kedamín. Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið, mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt þar til þess að halda þeim uppi, ég átti erfitt með andardrátt á tímabilum, var oft að detta og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð. Einnig heyrði ég að ég sagði ljóta hluti við fólk og var virkilega alveg sama um allt og alla. Ég vaknaði upp heima hjá mér daginn eftir, sem betur fer. Þetta hefði getað farið mikið verr en þetta. Þetta hafði virkilega mikil áhrif á líkamann sólarhring eftir, flökurleiki og annað.
Ég vil biðjast alla þá sem urðu vitni af mér í þessu ástandi afsökun, þetta var eitthver allt önnur manneskja sem brast út þetta kvöld og enn og aftur vil ég biðjast afsökunar. Þykir þetta virkilega leiðinlegt.
Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hef ég ákveðið að setja þetta hingað inn í von um það að fólk hafi augun opin, og verði varkár!
Sem betur fer á ég yndislega fjölskyldu, kærasta og vinkonur sem hafa hjálpað mér á þessum stutta tíma. Er þeim óendalega þakklát.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.