Caipirinha coffee – skemmtilega örðuvísi kaffidrykkur.

Þessi kaffidrykkur er æði. 

Fyrir 4

4st. lime

4 tsk. hrásykur

400gr. mulin klaki

100 ml. af afbragðs sterku og góðu kaffi.

Dass af lime safa.

Skerið lime í þunnar sneiðar og blandið hrásykri saman við.  Gott að kæla þessa blöndu aðeins í ísskápnum.  Hellið uppá súper gott kaffi og kælið.  Blandið saman ísnum og lime sykurblöndunni og setjið í 4 há glös, hellið smá lime safa í hvert glas og skiptið upp köldu kaffi bróðurlega á milli.  Skreytt með lime sneiðum.  Ef þú vilt hafa þetta aðeins krassandi þá er gott að setja smá dökkt romm yfir ísinn og lime, hræra vel í áður en kaffinu hellt yfir.

 

SHARE