Caitlyn Jenner (66) hefur að undanförnu fengið mikla bakþanka um ákvörðun sína að fara í kynleiðréttingu, en eins og flestir vita var hún Bruce Jenner áður, fjölskyldufaðirinn í Kardashian fjölskyldunni. Hún hefur sagt sínum allra nánustu frá þessu og rithöfundurinn Ian Halperin hefur nú sagt frá þessu opinberlega. Ian þessi, skrifaði bókina Kardashian Dynasty: The Controversial Rise Of America´s Royal Family og hefur þar af leiðandi komist að mörgu um þessa frægu fjölskyldu.
Ian sagði þetta í samtali við The Wrap: „Einn heimildarmaður minn staðfesti það við mig að Caitlyn sæi eftir því að hafa farið í kynleiðréttinguna og að hún væri mögulega til í að verða Bruce Jenner aftur.“
Þessi sami heimildarmaður á víst að hafa sagt líka að þessi tími hafi verið mjög erfiður hjá Caitlyn. Hann segir að Caitlyn sé mjög ánægð með að hafa aukið umræðuna um kynleiðréttingar en það sé jafnvel inni í myndinni að hún fari aftur í kynleiðréttingu aftur á næstu tveimur árum. Þetta ferli hefur reynst Caitlyn erfiðara en hún átti von á.