Caitlyn Jenner segist líta til baka með hlýju og þakklæti þegar talið berst að hjónabandi þeirra Kris Jenner kemur og tísti þannig til fylgjenda sinna á Twitter sl. föstudag að ást væri henni efst í huga:
Þegar ég las yfir Vanity Fair viðtalið minntist ég allrar ástarinnar og fallegu augnablikanna við Kris deildum saman í svo mörg ár. Ég myndi ekki vilja skipta á þvi fyrir nokkrun hlut í lífinu!
Caitlyn, sem er orðin 65 ára gömul, gekk endanlega frá skilnaðinum við fyrrum eiginkonu sína til 23 ára þann 23 mars sl. en parið á tvær dætur saman – eins og frægt er orðið – þær Kendall, sem er 19 ára og Kylie, sem er 17 ára gömul.
Sjá einnig: Svona býr Caitlyn Jenner
Bruce, sem nú heitir Caitlyn og Kris voru gift í 25 ár en skilnaðuar þeirra gekk í gegn fyrir stuttu
Caitlyn, sem er Ólympiustjarna og tvöfaldur gullverðlaunahafi, segir einnig að þær sögusagnir að hjónaband þeirra Kris hafi rekið á reiðiskjálfi til margra ára, eins og Kardashian aðdáendur hafa löngum talið – séu á misskilningi byggðar.
Sjá einnig: Sjáðu brot úr nýjum heimildarþætti um Caitlyn Jenner
Kris brotnaði saman meðal á ferlinu stóð og þverneitaði í fyrstu að gefa út opinbera yfirlýsingu
Þá vakti einnig athygli að Kris vildi ekki gefa neitt út á kynleiðréttingaraðferð Caitlyn sem gerð varð opinber í sérstakri umfjöllun á vegum ABC þann 24 apríl sl. og vakti heimsathygli.
Sjá einnig: Kylie Jenner vill fá afsökunarbeiðni frá Chris Brown
Ný heimildarþáttasería um kynleiðréttingarferli Caitlyn verður frumsýnd á E! í júlí nk.
Caitlyn mun koma fram opinberlega sem kona i fyrsta sinn á Arthur Ashe Courage verðlaunaafhendingunni þann 15 júlí nk. en raunveruleikaserían sem ber nafnið I am Cait, sem verður átta þættir að lengd og fjallar um ferli Caitlyn gegnum kynleiðréttinguna – verður frumsýnd þann 26 júli nk. á sjónvarpsstöðinni E!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.