Einföld og þægileg uppskrift frá EvaBrink.com
Cajun kjúklingapasta (fyrir 4)
3 kjúklingabringur
175 grömm tagliatelle pasta
3 tsk. Cajun krydd
2 rauðar paprikur
200 ml rjómi
½ krukka sólþurrkaðir tómatar
¼ tsk. salt
½ tsk. basilikukrydd
¼ tsk. svartur pipar
¼ tsk. hvítlauksduft
Parmesan ostur
Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í bita. Steikið upp úr olíu og kryddið með Cajun kryddinu. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka. Skerið paprikurnar og sólþurrkuðu tómatana í bita og bætið þeim ofan í pönnuna þegar kjúklingabitarnir hafa lokast. Hellið rjómanum ofan í og kryddið með salti, basilikukryddi, svörtum pipar og hvítlauksdufti. Leyfið að malla í nokkrar mínútur. Hellið bæði pastanu og kjúklingablöndunni ofan í skál eða eldfast mót og hrærið saman. Þegar pastað er komið á diskinn er rosalega gott að rífa parmesan ost yfir.
Berið gjarnan fram með hvítlauksbrauði.