Carlos er haldinn sjúklega fullkomnunaráráttu þegar kemur að sjálfum sér og eldhúsinu. Enda er alltaf fullt á Tapas barnum hjá honum alla daga vikunnar og það ekki af ástæðulausu
Fullt nafn: Carlos Horacio Gimenez
Aldur: 31 árs
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Atvinna: Yfirkokkur á Tapas barnum
…
Hver var fyrsta atvinna þín? Garðsláttur hjá nágrönnum mínum í Buenos Aires
Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég hef aldrei verið upptekinn af tísku svo ætli það hafi verið nokkuð…
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já.
Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já, það hefur komið fyrir. Oft.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég var í vatnsrennibrautagarði og skellti mér í stærstu rennibrautina. Það væri nú ekki frásögu færandi nema vegna þess að sundskýlan ákvað að fara ekki með mér niður rennibrautina.
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Í brynju.
Hefurðu komplexa? Ég er með hálf-sjúklega fullkomnunaráráttu þegar kemur að sjálfum mér og eldhúsinu.
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? “The only difference between me and a madman is I’m not mad.”― Salvador Dalí
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Argentínska dagblaðið, youtube og 9gag
Seinasta sms sem þú fékkst? Hlakka til að hitta þig í hádeginu 😉 Sæki þig kl. 12
Hundur eða köttur? Ef ég hefði fengið þessa spurningu fyrir nokkrum árum hefði ég sagt hundar, en ég kolféll fyrir kettinum sem sambýliskona mín krafðist þess að við myndum ættleiða fyrir 3 árum. Við nefndum hann Lakkrís og er hann eini kötturinn sem ég mun nokkurn tíman eiga.
Ertu ástfanginn? Já. Af kærustu minni til sjö ára og syni okkar sem gleður mig alla daga!
Hefurðu brotið lög? Uhmm… Ekki svo ég viti.
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei.
Hefurðu stolið einhverju? Ekki svo ég muni.
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég myndi engu breyta því eitt leiðir af öðru og ef ekki væri fyrir fortíðina (það góða og slæma) væri ég ekki staddur þar sem ég er í dag.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Að berjast við geimverur á plánetunni Mars. Ég kann ekki að slaka á!