Charlie Hunnam úr Sons of Anarchy mun fara með hlutverk Christians Grey – Sjáðu hver fer með hlutverk Anastasiu hér

Hinn kynþokkafulli Charlie Hunnam sem margir ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum Sons of Anarchy mun fara með hlutverk Christians Grey í kvikmyndinni Fifty shades Of Grey, sem byggð er á samnefndri skáldsögu. Charlie fer með hlutverk Jax eða Jacksons Teller í þáttunum Sons of Anarchy og leikur þar mótorhjólatöffara.

E.L James, höfundur Fifty Shades of Grey, greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í morgun.

Hver fer með hlutverk Anastasiu?
Dakota Johnson mun fara með hlutverk Anastasiu Steele. Hún er Bandarísk fyrirsæta og leikkona en hún er einna helst þekkt fyrir hlutverk sín í myndum á borð við, Beastly, 21 Jump Street, The Social Network og The Five Year Engagement. Dakota er dóttir leikaranna Melanie Griffith og Don Johnson. Hún lék í sinni fyrstu mynd árið 1999 (Crazy In Alabama)

Kvikmyndin verður frumsýnd í ágúst á næsta ári og það verður spennandi að sjá útkomuna. Hvað finnst þér um aðalleikara myndarinnar?

 

SHARE