
Það er svo gott að kíkja inná Matarlyst til að finna eitthvað sniðugt fyrir helgina. Hér er skemmtilega gott chedderostasalat með stökku beikoni.
Hráefni
250-300 g chedder ostur
240 ml mæjónes
5 stk vorlaukar
6 sneiðar beikon ca 55 g
50 g möndlur með hýði eða flögur.
ca 20 rauð vínber
Aðferð
Skerið beikonið niður í fremur smáa bita, steikið á pönnu þar til vel steikt og fremur crispy, takið af pönnu setjið í skál látið kólna aðeins á borði.
Rífið chedderost niður gróft.
Skerið vorlauk niður í sneiðar notið vel upp í græna hlutann.
Saxið möndlur gróft niður eða notið flögur.
Skerið hvert og eitt vínber í fjóra hluta.
Setjið mæjónes í skál, blandið öllu öðru saman við. Berið fram með góðu kexi t.d ritz eða wasa með sjávarsalti og góðu brauði.
Gleymist í ísskáp.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.