Chili kássa
Fyrir 4 – 6
Efni:
2 pund nautahakk
1 pakki tacó krydd
2 litlar dósir chili pipar, brytjaður
250 gr. rifinn ostur
Aðferð:
Léttsteikið kjötið, látið tacó kryddið út á og látið krauma í ca. 5 mín. Raðið chili pipar á botn skálar. Látið til skiptis kjöt og ost í skálina og endið með osti. Setjið skálina litla stund inn í ofn í mikinn hita svo að osturinn bráðni. Berið sýrðan rjóma, salsa og/eða gaukamóle fram með þessu