Þetta er virkilega skemmtileg, bragðgóð og lauflétt uppskrift. Þú þarft ekki að fara á matreiðslunámskeið til að bera fram virkilega bragðgóðan mat og það er einstaklega gaman að prufa vörurnar frá Blue Dragon, þær bjóða uppá ótal möguleika.
Sjá einnig: Ljúffengar Chow Mein heilhveitinúðlur
Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir tvo til þrjá
Hráefni:
3 kjúklingabringur
2 matskeiðar Blue Dragon Dark Soy Sauce
1 poki af Blue Dragon Sweet Chilli & Garlic Stir-Fry Sauce
1 matskeið fljótandi hunang
12 snyrtir vorlaukar (ég notaði 3-4 rauðlauka)
1 rauð paprika, skorin í stóra bita
2-3 kökur af Blue Dragon eggjanúðlum
1 matskeið af ólívuolía
1 rauður chili, hreinsaður og smátt saxaður
2-3 matskeiðar af Blue Dragon Thai Red Curry Paste
250ml Coconut Cream, gott að hrista vel áður en þú opnar
75 gr ristaðar salthnetur
Fyrir sælkera má bæta við sveppum, hvítlauk og Filipo Berio ólívuolíu
Aðferð
Taktu kjúklinginn og skerðu niður í munnbita stærðir.
Blandaðu saman Soya sósunni, Blue Dragon Sweet Chilli & Garlic Stir-Fry sósunni ásamt hunanginu og hrærðu saman, því næst hellirðu blöndunni yfir kjúklinginn og leyfir honum að marinerast inní ískáp í ca. 25 mínútur
Sjá einnig: Kraftmikil bleikja með fersku sumarsalati
Því næst hitar þú grillið eða ofninn (á grillstillingu) á háum hita
Skerðu bæði laukinn og paprikuna í stóra bita svo þú getir þrætt þá á spjótin
Þræddu svo kjúkling, papriku og lauk til skiptis á spjótin eða þannig sem þér líkar best.
Grillið svo í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Á meðan eða áður en þú grillar kjúklinginn skaltu svo sjóða núðlurnar.
Hitaðu olíuna á pönnu, bættu við chilli piparnum og afgangnum af lauknum (smátt skornum) því næst bætir þú Coconut Cream við og lætur krauma í 4 mínútur
Þerraðu núðlurnar, bættu þeim og hnetunum saman við.
Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat