
Chilli Con Carne
500 gr fitusnautt nautahakk
500 gr fitusnautt svínahakk
2 dósir nýrnabaunir í chilisósu
2 dósir hakkaðir tómatar
2 stórir laukar, niðurskornir
1 græn paprika, niðurskorin
3 hvítlauksgeirar, kramdir
3 msk chiliduft
1 msk rauður pipar
2 msk sykur
3 msk hvítvínsedik
1 tsk kúmen
Steikið kjötið í potti. Setjið lauk, baunir og tómata (ásamt vökvanum), papriku, hvítlauk, chiliduft, rauðan pipar, sykur, edik og kúmen í pottinn. Látið malla í 30 mínútur, með loki á pottinum.
Hrærið í öðru hvoru svo þetta brenni ekki. Berið fram í djúpum diski með slettu af sýrðum rjóma og smávegis ost. Margir hafa líka hrísgrjón og/eða hvítlauksbrauð.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.