Chilli Con Carne – Tilvalinn laugardagsmatur – Uppskrift

Chilli Con Carne

 

500 gr fitusnautt nautahakk
500 gr fitusnautt svínahakk
2 dósir nýrnabaunir í chilisósu
2 dósir hakkaðir tómatar
2 stórir laukar, niðurskornir
1 græn paprika, niðurskorin
3 hvítlauksgeirar, kramdir
3 msk chiliduft
1 msk rauður pipar
2 msk sykur
3 msk hvítvínsedik
1 tsk kúmen

Steikið kjötið í potti. Setjið lauk, baunir og tómata (ásamt vökvanum), papriku, hvítlauk, chiliduft, rauðan pipar, sykur, edik og kúmen í pottinn. Látið malla í 30 mínútur, með loki á pottinum.

Hrærið í öðru hvoru svo þetta brenni ekki. Berið fram í djúpum diski með slettu af sýrðum rjóma og smávegis ost. Margir hafa líka hrísgrjón og/eða hvítlauksbrauð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here