Ég er ein af þeim sem elskar góðar sósur og þessi sósa er ein af þeim sem ég fæ ekki nóg af, uppskriftina fékk ég hjá Röggu mágkonu. Líklegast hafa glöggir lesendur áttað sig á að ég er stútfull af matarást á henni.
Uppskrift:
1 grísk jógurt
1/2 gúrka
1 rauð paprika
1-4 fræhreinsuð chilli
3 msk hunang
3 msk þurrkuð mynta
Aðferð:
Gúrka og paprika söxuð í afar smátt og hrært svo út í grísku jógurtina.
Fræhreinsuð chilli skorin smátt og skellt útí, hunang og myntu bætt út í að lokum. Allt hrært vel saman.
Kokkurinn mælir með að sósan sé með kjöti, fiski eða salati.
Verði ykkur að góðu.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!