Tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn síðasta föstudag eftir að honum var hent út úr meðferð. Dómari í máli Chris gegn Rihönnu hafði skipað honum að fara í meðferð á meðan dómarinn myndi ákveða hvort hann hefði brotið skilorðið sitt í fyrrnefndu máli.
Dómarinn lét handtaka Chris um leið og honum var hent út úr meðferð og taldi hann ekki hæfann til að halda sig frá frekari vandamálum. Chris Brown mun því þurfa að sitja inni þangað til 23. apríl.
Litla systir Britney Spears, Jamie Lynn, gekk að eiga Jamie Watson í New Orleans. Britney og kærasti hennar David Lucado voru viðstödd brúðkaupið á meðal 150 annarra gesta.
Jamie Lynn varð fyrst fræg á unglingsárunum þegar hún lék í vinsælum unglingaþætti á sjónvarpsstöðinni Nickelodeon. Jamie varð þó að gefa þann draum upp á bátinn þegar hún varð ólétt einungis 16 ára gömul.
Fatahönnuðurinn og kærasta Mick Jagger fannst látin eftir að hafa framið sjálfsmorð í gærmorgun. Ritstjóri Vogue, Anna Wintour, vottaði virðingu sína til L’Wren með fallegum orðum á Vogue.com en þar segir hún að L’Wren hafi verið gjafmild, góð, elskuleg og svo skemmtilegt. Fleiri stjörnur hafa vottað virðingu sína þar á meðal Naomi Campbell, Olivia Wilde og Kelly Osbourne.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.