Nýtt myndband frá Christina Aquilera hefur komið út. Myndbandið er nýtt en lagið þekkjum við öll. Hún hefur nú gert nýtt myndband sem, að okkar mati, hittir naglann beint á höfuðið. Við lifum á svo klikkuðum tímum og börnin okkar lifa í svo biluðum veruleika.
Það eru tveir áratugir síðan fyrra myndbandið kom út og vill Christina með þessu vekja athygli á því hvernig samfélagsmiðlar hafa haft áhrif á sjálfsmynd okkar og andlega heilsu – sérstaklega hjá börnum og unglingum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.