Christina Aquilera gefur út nýtt myndband við lagið Beautiful

Nýtt myndband frá Christina Aquilera hefur komið út. Myndbandið er nýtt en lagið þekkjum við öll. Hún hefur nú gert nýtt myndband sem, að okkar mati, hittir naglann beint á höfuðið. Við lifum á svo klikkuðum tímum og börnin okkar lifa í svo biluðum veruleika.

Það eru tveir áratugir síðan fyrra myndbandið kom út og vill Christina með þessu vekja athygli á því hvernig samfélagsmiðlar hafa haft áhrif á sjálfsmynd okkar og andlega heilsu – sérstaklega hjá börnum og unglingum.

SHARE