
Kynbomban Christina Hendricks (48) er ólík sjálfri sér á nýrri mynd sem hún setti inn á Instagram á dögunum. Hún er þekkt fyrir rauða hárið sitt og rauðar varir og einstakan kynþokka, en hún er í raun og veru ljóshærð.
Á myndinni sem hún deildi er hún með „pixie“ klippingu og má reikna með að hún sé um tvítugt þegar myndin er tekin.

Christina hefur sagt frá því í viðtali að hún hafi verið um 10 ára gömul þegar hún litaði hárið á sér fyrst, en hana dauðlangaði að líta út eins og Anne of Green Gables, eða Anna í Grænuhlíð.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.