Í þættinum Rob & Chyna sem var sýndur í gær kom fram að Rob Kardashian hefur verið að reyna að fá Blac Chyna til að flytja inn með sér.
Rob vill kaupa hús en hún vill það ekki. Chyna segir að hún vilji ekki taka neinar stórar ákvarðanir, rétt fyrir fæðinguna en Rob hlustar ekki á það og heldur áfram að leita að húsi. Það endar samt með því að Rob kaupir ekkert hús fyrir fæðinguna en gerir það svo á endanum.
Chyna tók sig svo til og yfirgaf Rob á dögunum eins og sjá má í þessu myndbandi.
„Ég trúði því í alvöru að hún væri ástfangin af mér eins og ég af henni.“