Þessir æðislega girnilegu snúðar eru frá Ragnheiði á Matarlyst.
Snúðadeig
700 gr Hveiti
1 ½ tsk salt
4 tsk þurrger
80 g sykur
4 dl volgt vatn, jafnvel aðeins rúmlega
1 dl majónes
—————-‐———————————————
Fylling
320 g smjör við stofuhita
225 g púðursykur
4 msk msk kanill
Aðferð
Blandið vel saman í skál, smyrjið ca ¾ af fyllingunni ofaná deigið og ¼ í formið.
—‐————————————————————-
Mjólk til að hella ofan í formið.
Magn fer eftir stærð á formi en miðað er við að mjólkin nái upp í ¼ á forminu.
——————————————————————–
Aðferð
Setjið þurrefni saman í hrærivélarskál og blandið aðeins saman með króknum.
Bætið við vatni og mæjónesi vinnið vel saman með króknum í u.þ.b 3-4 mín. Látið hefast í 30 mín.
Takið deigið úr skálinni, fletjið út smyrjið ¾ af fyllingunni yfir, rúllið upp í lengju, skerið í hæfilega stóra snúða.
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur
Smyrjið eldfast form að innan með slettu ca ¼ af fyllingunni setjið snúðana ofaní, hellið mjólk ofaní formið þannig að hún nái ¼ upp í formið, látið síðan hefast í 30 mín. Bakið í ca 20 til 25 mín eða þar til gullin brúnir, Gott er að setja álpappír yfir snúðana ef þeir fara að dökkna mikið.
Látið standa um stund þar til hefur kólnað
————————————————————————-
Ef eitthvað af snúðum er afgangs þ.e fara ekki í formið, raðið þeim á bökunarpappír látið þá hefast þar, þar til Cinnabon snúðakakan er klár. Þeir verða svo góðir eftir svona langa hefun.
Eftir að þið takið Cinnabon snúðakökuna út úr ofninn hitið þið hann upp í 220 gráður og blástur og bakið snúðana í u.þ.b 9-12 mín
Gott er að setja þá snúða sem ekki borðast í poka kremlausa og í frost, eru fljótir að þiðna og eru ferlega góðir
-‐–‐——————————————————————–
Rjómaostakrem
60 g smjör
4 dl flórsykur
5 msk rjómaostur
2 tsk vanilludropar
Aðferð
Allt sett saman í hrærivélaskálina hrærið saman um stund í u.þ.b 5 mín. Setjið ofaná snúðana þegar þeir hafa kólnað.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.