85 ára gamli leikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood er sagður hafa gert lítið úr Caitlyn Jenner um liðna helgi. Eastwood var staddur á sviði á Spike TV´s Guys ‘ Choice Awards til þess að kynna Dwayne “The Rock” Johnson á svið. Fór Eastwood fögrum orðum um The Rock og bar hann saman við afreksíþróttafólk eins og Jim Brown og Caitlyn Somebody.
Sjá einnig: Sonur Clint Eastwood er sjóðheitur! – Myndir
Sjá einnig: 11 ungar fyrirsætur sem eiga fræga foreldra
Spike TV´s Guys ‘ Choice Awards verður sýnt þann 18. júní næstkomandi og hyggjast aðstandendur verðlaunanna klippa þessa athugasemd Eastwood út. Enda þótti hún með öllu óviðeigandi.