
Coco Austin tilkynnti það á Twitter að hún ætlar að fara að stunda vaxtarækt. Hún smellti inn þessari mynd af sér og skrifaði: „Spenni hér efri vöðvana og sé að vinnan hefur borgað sig.“
Heyrst hefur að Coco sé að fara í aðra aðgerð á rassinum en hún neitar því staðfastlega að hún hafi nokkurn tímann látið bæta í rassinn á sér. „Það geta ekki allir byggt upp þessa vöðva, það þarf að vera í genunum,“ segir hún.