COCOSOLIS brúnkuvörurnar – Merki á hraðri uppleið

Eftir að ég tók ár í snyrtifræði breyttist viðhorf mitt til snyrtivara og þeirra efna sem eru í snyrtivörum. Ég fór að nota sólarvarnir/vörur og brúnkufroður. Ég fór að taka eftir því að við notkun brúnkuvara frá ýmsum merkjum sem ég flakkaði á milli endaði ég alltaf með þurrkubletti í húðinni. Ég man eftir einu atviki þar sem ég var að nota sérstaka brúnkudropa í andlitið og fór að fá þurrkubletti á augnlokin og mikið af bólum á húðina. Margar brúnkuvörur eru líka með rauðum undirtónum eða grænum, skaðlegu DHA og eru í raun rauðmerktar. Einnig eins og margir kannast við á brúnkulyktin það til að festast í fötunum.

Ég var því alltaf að leita af nýrri brúnkuvöru og sá COCOSOLIS brúnkufroðuna, ótrúlegt að ég var ekki búin að sjá hana fyrr þar sem hún var á flestum flugvöllum og apótekum, en hún var ekki seld hér heima. Nú er COCOSOLIS komið til Íslands og varð Ísland 28 landið en í dag eru þau 32.

Vörumerkið er heldur nýtt á markaðnum en hefur verið á mikilli uppsiglingu, vörurnar þeirra innihalda mikið af lífrænum olíum og fyrir svona þurrkupésa eins og mig þá elska ég lífrænar þurrolíur sem eru ekki stíflandi en mjög nærandi. Ég gjörsamlega féll fyrir vörumerkinu. Ilmurinn, pakkningarnar, innihaldsefnin og stefnan þeirra að vera lífræn en samt “playful” 

Eftir að ég prófaði brúnkufroðurnar þá keypti ég mér alla vörulínuna frá þeim og í kjölfarið myndaðist samband og þaðan hófst þetta frábæra ævintýri. 

COCOSOLIS brúnkufroðurnar

• Þornar hratt, gefur ekki klísturkennda áferð. 

• Lífrænar/Organic með plöntubundnu DHA

• Vegan & ekki testað á dýrum

• Dásamlegur ilmur

• Nærandi og rakagefandi innihaldsefni

Ég er mjög glöð að segja frá því að nú geta Íslendingar verslað vörurnar í flestum Hagkaups verslunum, Mimosa keflavík, Sprey hárstofu í mosó, Elíru á Hallgerðargötu, Reykjavík Medical, Reykjavík Nailbar

Og Jamal.is í Síðumúla, fjölskyldan stækkar hratt.

SHARE