Þýska tískuvöruverslunin Comma opnar klukkan 18 í dag og verður opið til 21 í kvöldopnun Smáralindar. Comma er þýsk tískuvöruverslun og hefur verið eitt stærsta tískuvörumerki í Evrópu síðastliðinn áratug með yfir 100 verslanir í 25 löndum, auk þess sem vörumerkið er selt í 2.200 verslunum víðsvegar um heiminn.
Í versluninni verður boðið upp á tvær vörulínur: Comma og Comma casual identity. Comma höfðar til nútíma kvenna í starfi eða við sérstök tilefni og brúar bilið á milli vörumerkja á borð við Zara eða Espirit Collection og merkja eins og Boss eða Max Mara. Það má segja að Comma fari milliveginn á milli mainstream og háklassa tískuvöru. Comma casual identity er hins vegar aðeins meira stílað inn á kvenmenn í frístundum með afslappaðra yfirbragði og er meira að brúa bilið á milli vörumerkja á borð við GAP og Tommy Hilfiger.
Verslunin mun opna með vörum úr haust- og vetrarlínunni 2014 sem var formlega kynnt í júlí og verður sá fatnaður fáanlegur allan í vetur. Auk þess koma nýjar vörur í hverjum mánuði sem verða aðeins fáanlegar í þeim mánuði sem þær tilheyra. Þannig verða alltaf splúnkunýjar vörur á boðstólnum hjá Comma.
Það eru þau Hjördís Sif Bjarnadóttir og Hilmar Þ. Hilmarsson sem standa að baki opnun Comma í Smáralind. Búðin er sett sett upp í anda annarra verslana Comma og eru allar innréttingar og annað innviði frá Comma erlendis.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.