Það besta við kynlíf er að … sama hversu mörg ár líða … eru nálgunaraðferðirnar í grundvallaratriðum alltaf þær sömu. Þið vitið – sjáöldrin víkka, snertingin er yndisleg og forleikurinn er alltaf jafn freistandi.
Þannig er ótrúlega skemmtilegt að fara gegnum gömul kynlífsráð frá Cosmo og viti menn (og konur) – svo virðist sem amma gamla (og afi væntanlega líka) hafi kunnað sitt hvað fyrir sér í rúminu á unga aldri!
Samt er svo fyndði að rúlla yfir ráðin – hér má sjá ævafornt skjáskot af gömlu Cosmoriti:
Umbreyttu uppáhaldshálsmeninu í kynþokkafullt skuðarskraut …
(já, einmitt, því ekki bara að smella perlufesti á píkuna og vaða inn í svefnherbergi?)
Alls ekki, bara ALLS EKKI sofa hjá honum ef hann man ekki hvað þú heitir …
( Nei – í alvöru. EKKI sofa hjá karlmanni sem veit ekki hvað þú heitir – HALLÓ!)
EKKI deila NEINUM fantasíum með elskhuganum …
(Má kona lifa?!? )
Ekki snara ókunnum karlmanni í rúmið og stynja svo upp afsökuanrbeiðni þegar allt er yfirstaðið og segja – Ég er ekki ein af þeim sem sefur hjá hverjum sem er – sofðu bara hjá honum og njóttu …
(… vel mælt, Cosmo)
Tengdar greinar:
Stefnumótaráð frá 1970: – „Ríghaltu í manninn þegar hann gefur þér eld“
Ógeðslega fyndin heilsuráð frá Cosmo – kærustupararæktin árið 1981
Strákar stúdera gömul stefnumótaráð frá Cosmo – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.